Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2016 13:41 Gunnar Hrafn söðlar um, úr fréttasettinu og gengur til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira