Gæti orðið fjárhagslegur baggi ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti eftir hvern sprett Birkis Más Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:45 Gunnar Hallsson, forstöðumaður Musteris vatns og vellíðunar, við hlaupabrettið sem kom í stað þess sem Birkir Már pakkaði saman. Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00