Gæti orðið fjárhagslegur baggi ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti eftir hvern sprett Birkis Más Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:45 Gunnar Hallsson, forstöðumaður Musteris vatns og vellíðunar, við hlaupabrettið sem kom í stað þess sem Birkir Már pakkaði saman. Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00