Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Gunnar Reynir Valþórsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. júlí 2016 06:54 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira