Vill verða þingmaður Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 1. júlí 2016 05:00 Ég ætla í framboð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins. Hún hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir komandi þingkosningar. „Ég ákvað að taka fyrst ákvörðunina um að fara í þingframboð sem mér finnst vera stór ákvörðun fyrir 25 ára manneskju. Ég þurfti að hugsa þetta vel. Ég ætla síðan að taka mér meiri tíma í að ákveða sæti en stefni hátt. Mér finnst að ungt fólk verði að eiga málsvara. Kjósendur þurfa að geta speglað sig í frambjóðendum. Mér finnst þingmenn flokksins míns ekki gera það nægilega. Ég gagnrýndi á landsfundinum að meðalaldur þingflokksins væri 52 ár en meðalaldur þjóðarinnar rétt undir fertugu.“Hvernig dettur 25 ára manneskju í hug að bjóða sig fram? „Það eru margir sem spyrja að þessu og margir sem velta fyrir sér hvort maður sé að eyðileggja mannorð sitt. Hvort sé eitthvað sem geti tekið við eftir þingmennsku. En ég held að það sé mikilvægt að fólk sjái að það er hægt að fara inn á þing og það sé ekki eilífðarstarf. Það sé hægt að fara á þing ungur, starfa þar, nýta síðan reynsluna annars staðar. Þú átt líka að geta starfað á öðrum vettvangi og farið svo á þing. Auðvitað lítur þetta út fyrir mörgum eins og smá fangelsi, kannski af því að við eigum mörg dæmi um fólk sem hefur verið þarna í rosalega mörg ár. Kannski eru of margir þingmenn.“Myndirðu vilja fækka þeim? „Ég held það væri ráð. Þetta eru frekar margir þingmenn miðað við hvað við erum fá. Ég á eftir að kynnast því hvernig er að starfa sem þingmaður. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé full vinna fyrir alla þingmenn. Frekar að fá til starfa hæfara fólk, en færra. En ég er spennt að fara þarna inn og upplifa þetta, fái ég tækifæri til þess.“Milli tannanna á fólkiÁslaug Arna var formaður Heimdallar 2011. „Mér fannst gaman en var líka mikið milli tannanna á fólki. Hálfu ári eftir að ég hætti sem formaður ákvað ég að skipta mér minna af, segja nei við verkefnum innan flokksins, boð í nefndir og annað. Ég hugsaði, maður er mættur í Sjálfstæðisflokkinn 21 árs. Er það staðurinn sem ég vil vera á? Það var ekkert sjálfsagt.“ Ummæli Áslaugar Örnu um að fólk ætti að hafa val um að kaupa sér hvítvín með humrinum á sunnudögum vöktu athygli. Sitt sýndist hverjum. Hún segir umtalið hafa spilað inn í ákvörðun hennar um að draga sig í hlé á sínum tíma. „Ég segi þetta í viðtali. Það var allt fundið þessu til foráttu. Þetta væru hræðileg skilaboð sem ég væri að senda út. Ég væri snobbuð og veruleikafirrt,“ segir hún. „Það er svo sérstakt að þegar maður talar um litlu frelsismálin verður allt vitlaust. Mér finnst mikilvægt að ræða þau, eins og áfengisfrumvarpið. En ég er komin með þykkan skráp, kannski hafði maður bara gott af þessu. Undirbúningur fyrir pólitíkina,“ segir Áslaug kímin. „Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir að við fáum ekki nógu margt gott fólk í pólitíkina. Fólk staldrar við og hugsar hvort það eigi á annað borð að stíga inn á þennan vígvöll – hafa skoðanir. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn fái gagnrýni, hún er af hinu góða og nauðsynlegt að fólk í stjórn landsins fái aðhald. En persónuníð og þessi kúltúr sem hefur skapast á samfélagsmiðlum fælir fólk frá.“Þau eru öll einsÁslaug segir síðasta landsfund hafa skipt sköpum. „Ég starfaði með ungum sjálfstæðismönnum fyrir landsfundinn að málefnavinnu. Ég hugsaði með mér, ef þessi landsfundur er ekki til í að taka á móti unga fólkinu og hlusta á hugmyndir, breyta stefnuskránni eða bæta hana, þá held ég að ég beili. En þessi landsfundur var öðruvísi . Fólk hlustaði. En þegar forystufólkið okkar sat í panel og ég horfði á þau, hugsaði ég: þau eru öll eins. Ég spyr um þennan aldursmun og hvað sé hægt að gera í því til þess að okkar hópur endurspegli kjósendur betur. Ég fékk engin svör. En ég gat svarað með því að bjóða mig fram til ritara.“ Fjölskylda þín hefur verið virk í flokknum, kom aldrei annar flokkur til greina? „Ég vil að þeir sem búa hér, sem eru ekki svo margir, geti búið við góð lífskjör, lága skatta og að velferð almennings sé tryggð. Það eru grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki sammála flokknum í öllu. Þetta er ekki blind trú eins og á íþróttafélag. Það má aldrei verða. Mér finnst mikilvægt að maður sé ósammála og skýr með það.“ Hún segir að sjálfstæðismenn verði að átta sig á að það sé í lagi þó ekki allir séu sammála.Ungt fólk fast á leigumarkaðiÁslaug segir brýnustu málefni ungs fólks húsnæðismál. „Það hefur alltaf verið erfitt að eignast húsnæði en nú er eins og stjórnmálamenn hafi kappkostað að koma sem flestum á leigumarkað. Ungt fólk þekkir vel hvernig það er að festast á leigumarkaði, þú nærð ekki að safna þér fyrir íbúð. Mér finnst að pólitík eigi alltaf að huga að valfrelsi, í hvaða málum sem er. Við viljum hafa leigumarkaðinn góðan fyrir þá sem vilja vera þar en við getum ekki skilið eftir alla þá sem vilja eignast húsnæði.“ Fyrst og fremst þurfi að minnka gjaldtöku ríkisins. Hún segir hægt að lækka kostnað með því að fella niður gjöld sem fylgja byggingaframkvæmdum. „Ef þessi gjaldtaka hins opinbera yrði minnkuð má minnka kostnað um 15-20 prósent. Það gerir 4-5 milljónir af 30 milljóna króna íbúðum. Það munar um minna. Svo er miklu meiri eftirspurn en framboð.“Fengið sinn skerf af mótlætiÁslaug segir að eflaust dæmi margir hana sem reynslulitla. Hún hefur þó fengið sinn skerf af mótlæti á ævinni. Hún missti móður sína úr krabbameini 2012, faðir hennar barðist líka við krabbamein og yngri systir hennar er fötluð. Hún segir reynsluna hafa mótað sig. Hún þekki innviði heilbrigðis- og velferðarkerfisins vel. „Þó það sé skrítið að segja það, þá veit ég ekki hvort ég væri hér að tilkynna um þingframboð, ef ég hefði ekki alist upp með fötluðu systkini eða ekki misst mömmu. Maður hefur séð hversu mikilvægt heilbrigðiskerfið er. Það er ekki síst þess vegna sem ég vil tala um forgang. Ríkið þarf að einbeita sér að þessum málum en ekki eyða púðri í annað. Það er hægt að setja rammann í forgang, sem er heilbrigðis-, velferðar-, mennta- og öryggismál.“Ekki þjónusta fyrir fólkHún segir líka að ýmislegt mætti betur fara í málefnum fatlaðs fólks. Systir hennar notast við svokallaða NPA-aðstoð, notendastýrða persónulega aðstoð. „Við höfum verið að berjast í gegnum velferðarkerfið. Það virkar svolítið eins og þetta sé ekki þjónusta fyrir fólk. Þú þarft að sækja um hvert einasta smáatriði. Það er ekkert gegnsætt. Mér finnst að fyrir þá sem þurfa á velferðarkerfinu að halda eigi þetta að virka meira eins og ferðaskrifstofa. Þú átt að geta sagt: ég er svona og mig vantar þetta. Hvaða réttindi hef ég? Í staðinn fyrir að þurfa að berjast á hæl og hnakka fyrir hverju einasta atriði.“ „Systir mín þarf t.d. að sanna á hverju ári að hún sé enn þá fötluð til þess að fá þjónustu. Henni mun aldrei batna. Manni finnst nógu erfitt að hún spyrji mann að því af hverju hún sé fötluð, af hverju hún geti ekki gert hitt og þetta eins og ég. En að þurfa líka sýna fram á það við kerfið er erfitt.“ Hún segir miður að NPA-þjónustan sé tilraunaverkefni. Því fái þau samning ár fram í tímann, hverju sinni. „Þetta er búið að vera prufuverkefni í mörg ár. NPA virkar þannig að það er verið að borga undir hana aðstoðarfólk, sem hún ræður inn sjálf og er með aðstoð allan sólarhringinn. Hún býr í eigin íbúð, á bíl sem aðstoðarfólkið keyrir. Hún er frjáls. Getur komið í heimsókn til mín hvenær sem hún vill eða farið á djammið. Fyrst var þetta bara aðstoð á daginn, svona eins og hún væri bara fötluð á daginn en ekki á nóttunni, en sem betur fer hefur það breyst.“ Áslaug segir ekki mikinn vilja til að lögfesta þetta form. „Það hentar ekki öllum hið sama. Sambýli hentar fullt af einstaklingum með fötlun en NPA-þjónusta öðrum. Allt snýst þetta um hvernig við getum gert þessu fólki lífið eins eðlilegt og hægt er. Fyrir systur mína er mikilvægt að hún sé með aðstoðarfólk sem henni finnst skemmtilegt. Þú átt að geta ráðið því sjálfur hverja þú umgengst og eru með þér á persónulegum stundum. Ég myndi aldrei búa eða eyða tíma með einhverjum sem mér finnst erfiður eða leiðinlegur.“Á leið út á sjóÁslaug Arna er á öðru ári í master í lögfræði. „Mig langar ekki að sækja um strax á lögmannsstofu. Ef ég verð lögmaður mun ég setjast við skrifborð og vera þar eftir þessi fimm ár í lagadeildinni. Ég sá að þessi sumur sem maður hefur langaði mig að gera sem fjölbreyttasta hluti.“ Og það hefur hún gert. Starfað sem blaðamaður, lögreglumaður og í sumar bætist við nýtt starf á ferilskrána. „Ég er á leiðinni út á sjó, á makrílveiðar,“ segir Áslaug Arna hlæjandi.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ég ætla í framboð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins. Hún hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir komandi þingkosningar. „Ég ákvað að taka fyrst ákvörðunina um að fara í þingframboð sem mér finnst vera stór ákvörðun fyrir 25 ára manneskju. Ég þurfti að hugsa þetta vel. Ég ætla síðan að taka mér meiri tíma í að ákveða sæti en stefni hátt. Mér finnst að ungt fólk verði að eiga málsvara. Kjósendur þurfa að geta speglað sig í frambjóðendum. Mér finnst þingmenn flokksins míns ekki gera það nægilega. Ég gagnrýndi á landsfundinum að meðalaldur þingflokksins væri 52 ár en meðalaldur þjóðarinnar rétt undir fertugu.“Hvernig dettur 25 ára manneskju í hug að bjóða sig fram? „Það eru margir sem spyrja að þessu og margir sem velta fyrir sér hvort maður sé að eyðileggja mannorð sitt. Hvort sé eitthvað sem geti tekið við eftir þingmennsku. En ég held að það sé mikilvægt að fólk sjái að það er hægt að fara inn á þing og það sé ekki eilífðarstarf. Það sé hægt að fara á þing ungur, starfa þar, nýta síðan reynsluna annars staðar. Þú átt líka að geta starfað á öðrum vettvangi og farið svo á þing. Auðvitað lítur þetta út fyrir mörgum eins og smá fangelsi, kannski af því að við eigum mörg dæmi um fólk sem hefur verið þarna í rosalega mörg ár. Kannski eru of margir þingmenn.“Myndirðu vilja fækka þeim? „Ég held það væri ráð. Þetta eru frekar margir þingmenn miðað við hvað við erum fá. Ég á eftir að kynnast því hvernig er að starfa sem þingmaður. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé full vinna fyrir alla þingmenn. Frekar að fá til starfa hæfara fólk, en færra. En ég er spennt að fara þarna inn og upplifa þetta, fái ég tækifæri til þess.“Milli tannanna á fólkiÁslaug Arna var formaður Heimdallar 2011. „Mér fannst gaman en var líka mikið milli tannanna á fólki. Hálfu ári eftir að ég hætti sem formaður ákvað ég að skipta mér minna af, segja nei við verkefnum innan flokksins, boð í nefndir og annað. Ég hugsaði, maður er mættur í Sjálfstæðisflokkinn 21 árs. Er það staðurinn sem ég vil vera á? Það var ekkert sjálfsagt.“ Ummæli Áslaugar Örnu um að fólk ætti að hafa val um að kaupa sér hvítvín með humrinum á sunnudögum vöktu athygli. Sitt sýndist hverjum. Hún segir umtalið hafa spilað inn í ákvörðun hennar um að draga sig í hlé á sínum tíma. „Ég segi þetta í viðtali. Það var allt fundið þessu til foráttu. Þetta væru hræðileg skilaboð sem ég væri að senda út. Ég væri snobbuð og veruleikafirrt,“ segir hún. „Það er svo sérstakt að þegar maður talar um litlu frelsismálin verður allt vitlaust. Mér finnst mikilvægt að ræða þau, eins og áfengisfrumvarpið. En ég er komin með þykkan skráp, kannski hafði maður bara gott af þessu. Undirbúningur fyrir pólitíkina,“ segir Áslaug kímin. „Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir að við fáum ekki nógu margt gott fólk í pólitíkina. Fólk staldrar við og hugsar hvort það eigi á annað borð að stíga inn á þennan vígvöll – hafa skoðanir. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn fái gagnrýni, hún er af hinu góða og nauðsynlegt að fólk í stjórn landsins fái aðhald. En persónuníð og þessi kúltúr sem hefur skapast á samfélagsmiðlum fælir fólk frá.“Þau eru öll einsÁslaug segir síðasta landsfund hafa skipt sköpum. „Ég starfaði með ungum sjálfstæðismönnum fyrir landsfundinn að málefnavinnu. Ég hugsaði með mér, ef þessi landsfundur er ekki til í að taka á móti unga fólkinu og hlusta á hugmyndir, breyta stefnuskránni eða bæta hana, þá held ég að ég beili. En þessi landsfundur var öðruvísi . Fólk hlustaði. En þegar forystufólkið okkar sat í panel og ég horfði á þau, hugsaði ég: þau eru öll eins. Ég spyr um þennan aldursmun og hvað sé hægt að gera í því til þess að okkar hópur endurspegli kjósendur betur. Ég fékk engin svör. En ég gat svarað með því að bjóða mig fram til ritara.“ Fjölskylda þín hefur verið virk í flokknum, kom aldrei annar flokkur til greina? „Ég vil að þeir sem búa hér, sem eru ekki svo margir, geti búið við góð lífskjör, lága skatta og að velferð almennings sé tryggð. Það eru grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki sammála flokknum í öllu. Þetta er ekki blind trú eins og á íþróttafélag. Það má aldrei verða. Mér finnst mikilvægt að maður sé ósammála og skýr með það.“ Hún segir að sjálfstæðismenn verði að átta sig á að það sé í lagi þó ekki allir séu sammála.Ungt fólk fast á leigumarkaðiÁslaug segir brýnustu málefni ungs fólks húsnæðismál. „Það hefur alltaf verið erfitt að eignast húsnæði en nú er eins og stjórnmálamenn hafi kappkostað að koma sem flestum á leigumarkað. Ungt fólk þekkir vel hvernig það er að festast á leigumarkaði, þú nærð ekki að safna þér fyrir íbúð. Mér finnst að pólitík eigi alltaf að huga að valfrelsi, í hvaða málum sem er. Við viljum hafa leigumarkaðinn góðan fyrir þá sem vilja vera þar en við getum ekki skilið eftir alla þá sem vilja eignast húsnæði.“ Fyrst og fremst þurfi að minnka gjaldtöku ríkisins. Hún segir hægt að lækka kostnað með því að fella niður gjöld sem fylgja byggingaframkvæmdum. „Ef þessi gjaldtaka hins opinbera yrði minnkuð má minnka kostnað um 15-20 prósent. Það gerir 4-5 milljónir af 30 milljóna króna íbúðum. Það munar um minna. Svo er miklu meiri eftirspurn en framboð.“Fengið sinn skerf af mótlætiÁslaug segir að eflaust dæmi margir hana sem reynslulitla. Hún hefur þó fengið sinn skerf af mótlæti á ævinni. Hún missti móður sína úr krabbameini 2012, faðir hennar barðist líka við krabbamein og yngri systir hennar er fötluð. Hún segir reynsluna hafa mótað sig. Hún þekki innviði heilbrigðis- og velferðarkerfisins vel. „Þó það sé skrítið að segja það, þá veit ég ekki hvort ég væri hér að tilkynna um þingframboð, ef ég hefði ekki alist upp með fötluðu systkini eða ekki misst mömmu. Maður hefur séð hversu mikilvægt heilbrigðiskerfið er. Það er ekki síst þess vegna sem ég vil tala um forgang. Ríkið þarf að einbeita sér að þessum málum en ekki eyða púðri í annað. Það er hægt að setja rammann í forgang, sem er heilbrigðis-, velferðar-, mennta- og öryggismál.“Ekki þjónusta fyrir fólkHún segir líka að ýmislegt mætti betur fara í málefnum fatlaðs fólks. Systir hennar notast við svokallaða NPA-aðstoð, notendastýrða persónulega aðstoð. „Við höfum verið að berjast í gegnum velferðarkerfið. Það virkar svolítið eins og þetta sé ekki þjónusta fyrir fólk. Þú þarft að sækja um hvert einasta smáatriði. Það er ekkert gegnsætt. Mér finnst að fyrir þá sem þurfa á velferðarkerfinu að halda eigi þetta að virka meira eins og ferðaskrifstofa. Þú átt að geta sagt: ég er svona og mig vantar þetta. Hvaða réttindi hef ég? Í staðinn fyrir að þurfa að berjast á hæl og hnakka fyrir hverju einasta atriði.“ „Systir mín þarf t.d. að sanna á hverju ári að hún sé enn þá fötluð til þess að fá þjónustu. Henni mun aldrei batna. Manni finnst nógu erfitt að hún spyrji mann að því af hverju hún sé fötluð, af hverju hún geti ekki gert hitt og þetta eins og ég. En að þurfa líka sýna fram á það við kerfið er erfitt.“ Hún segir miður að NPA-þjónustan sé tilraunaverkefni. Því fái þau samning ár fram í tímann, hverju sinni. „Þetta er búið að vera prufuverkefni í mörg ár. NPA virkar þannig að það er verið að borga undir hana aðstoðarfólk, sem hún ræður inn sjálf og er með aðstoð allan sólarhringinn. Hún býr í eigin íbúð, á bíl sem aðstoðarfólkið keyrir. Hún er frjáls. Getur komið í heimsókn til mín hvenær sem hún vill eða farið á djammið. Fyrst var þetta bara aðstoð á daginn, svona eins og hún væri bara fötluð á daginn en ekki á nóttunni, en sem betur fer hefur það breyst.“ Áslaug segir ekki mikinn vilja til að lögfesta þetta form. „Það hentar ekki öllum hið sama. Sambýli hentar fullt af einstaklingum með fötlun en NPA-þjónusta öðrum. Allt snýst þetta um hvernig við getum gert þessu fólki lífið eins eðlilegt og hægt er. Fyrir systur mína er mikilvægt að hún sé með aðstoðarfólk sem henni finnst skemmtilegt. Þú átt að geta ráðið því sjálfur hverja þú umgengst og eru með þér á persónulegum stundum. Ég myndi aldrei búa eða eyða tíma með einhverjum sem mér finnst erfiður eða leiðinlegur.“Á leið út á sjóÁslaug Arna er á öðru ári í master í lögfræði. „Mig langar ekki að sækja um strax á lögmannsstofu. Ef ég verð lögmaður mun ég setjast við skrifborð og vera þar eftir þessi fimm ár í lagadeildinni. Ég sá að þessi sumur sem maður hefur langaði mig að gera sem fjölbreyttasta hluti.“ Og það hefur hún gert. Starfað sem blaðamaður, lögreglumaður og í sumar bætist við nýtt starf á ferilskrána. „Ég er á leiðinni út á sjó, á makrílveiðar,“ segir Áslaug Arna hlæjandi.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira