Viðskipti erlent

Spá að Skotland verði sjálfstætt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Nicola Sturgeon vill vera í ESB.
Nicola Sturgeon vill vera í ESB. Fréttablaðið/AFP
Starfsmenn fjárfestingabankans JPMorgan telja nánast öruggt að Skotland lýsi yfir sjálfstæði frá Bretlandi áður en Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Skotar taki upp nýjan gjaldmiðil í fyrsta sinn í þrjú hundruð ár.

JPMorgan segir að þrýstingur verði á að halda kosningu um sjálfstæði Skotlands fyrir árið 2019. Skotar muni kjósa sjálfstæði og taka upp annan gjaldmiðil. Óvíst sé hvort hann yrði evra eða nýr gjaldmiðill, eftir því hvort Skotland endar í Evrópusambandinu.

Nicola Sturgeon, æðsti ráðherra Skotlands, hefur lýst yfir vilja til að Skotland verði áfram í ESB. Um sextíu prósent Skota kusu gegn útgöngu Bretlands úr sambandinu. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016






Fleiri fréttir

Sjá meira


×