Óhrein rússnesk hlaupakona þarf að endurgreiða 60 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 22:30 Rússneska lyfjasvindliðið tekur á sig ýmsar myndir og einhverjir óhreinir rússneskir íþróttamenn eru ekki aðeins dæmdir í keppnisbann því sumir þeirra fá líka stóra reikning í andlitið. Ein þeirra er rússneski langhlauparinn Liliya Shobukhova en skipuleggendur London maraþonsins hafa nú krafist þess að hún borgi þeim aftur meira en 377 þúsund pund eða meira en 60 milljónir íslenskra króna. BBC segir frá. Liliya Shobukhova féll á lyfjaprófi eins og fleiri rússneskir frjálsíþróttamenn og var dæmd í 38 mánaða bann. Shobukhova hafði unnið London maraþonið árið 2010 og fékk verðlaunafé fyrir það sem og að hún fékk pening fyrir að mæta til keppni í London maraþoninu árið eftir. Nick Bitel, yfirmaður London maraþonsins, segir að peningarnir sem koma til baka frá Liliyu Shobukhovu munu fara til þeirra hlaupara sem hún "svindlaði" á í umræddum hlaupum. Forráðamenn London maraþonsins þurfa samt hjálp frá Rússum til að innheimta peninginn. Það gæti samt reynst þrautinni þyngri. Öll úrslit í hlaupum Liliya Shobukhova frá árunum 2009, 2010 og 2011 hafa þegar verið dæmd ógild og hún missti þannig gullverðlaunin sem hún vann í þremur Chicago maraþonum frá 2009 til 2011. Forráðamenn London maraþonsins hafa þegar tekið sigurinn af Liliya Shobukhova í London maraþoninu 2010 og Aselefech Mergia frá Eþíópíu telst nú hafa unnið það hlaup. Liliya Shobukhova aðstoðaði Alþjóða lyfjaeftirlitið til að koma upp um víðtækt lyfjasvindl Rússa og fyrir vikið var bann hennar minnkað um sjö mánuði. Liliya Shobukhova hefur samt sem áður fengið lífstíðarbann frá þátttöku í London maraþoninu og eins öllum fimm stærstu maraþonum heimsins. Frjálsar íþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Rússneska lyfjasvindliðið tekur á sig ýmsar myndir og einhverjir óhreinir rússneskir íþróttamenn eru ekki aðeins dæmdir í keppnisbann því sumir þeirra fá líka stóra reikning í andlitið. Ein þeirra er rússneski langhlauparinn Liliya Shobukhova en skipuleggendur London maraþonsins hafa nú krafist þess að hún borgi þeim aftur meira en 377 þúsund pund eða meira en 60 milljónir íslenskra króna. BBC segir frá. Liliya Shobukhova féll á lyfjaprófi eins og fleiri rússneskir frjálsíþróttamenn og var dæmd í 38 mánaða bann. Shobukhova hafði unnið London maraþonið árið 2010 og fékk verðlaunafé fyrir það sem og að hún fékk pening fyrir að mæta til keppni í London maraþoninu árið eftir. Nick Bitel, yfirmaður London maraþonsins, segir að peningarnir sem koma til baka frá Liliyu Shobukhovu munu fara til þeirra hlaupara sem hún "svindlaði" á í umræddum hlaupum. Forráðamenn London maraþonsins þurfa samt hjálp frá Rússum til að innheimta peninginn. Það gæti samt reynst þrautinni þyngri. Öll úrslit í hlaupum Liliya Shobukhova frá árunum 2009, 2010 og 2011 hafa þegar verið dæmd ógild og hún missti þannig gullverðlaunin sem hún vann í þremur Chicago maraþonum frá 2009 til 2011. Forráðamenn London maraþonsins hafa þegar tekið sigurinn af Liliya Shobukhova í London maraþoninu 2010 og Aselefech Mergia frá Eþíópíu telst nú hafa unnið það hlaup. Liliya Shobukhova aðstoðaði Alþjóða lyfjaeftirlitið til að koma upp um víðtækt lyfjasvindl Rússa og fyrir vikið var bann hennar minnkað um sjö mánuði. Liliya Shobukhova hefur samt sem áður fengið lífstíðarbann frá þátttöku í London maraþoninu og eins öllum fimm stærstu maraþonum heimsins.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira