Rafmagnssendibíll rúllar upp Teslu og Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 11:11 Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent