Svört skýrsla sýnir að rússnesk stjórnvöld stóðu á bak við lyfjasvindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2016 16:53 Frá keppni á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Vísir/Getty Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram