Kia setur sölumet í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 15:56 Kia Sportage jepplingurinn. Kia seldi alls um 230 þúsund bíla í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur suður-kóreski bílaframleiðandinn aldrei selt jafnmarga bíla í álfunni á sex mánaða tímabili. Salan hjá Kia í Evrópu í ár hækkar um 14,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Kia er þar með með 2,8% markaðshlutdeild í Evrópu sem er það hæsta sem fyrirtækið hefur náð í álfunni. Þar munar mest um mjög góða sölu á hinum nýja og vel heppanða Kia Sportage sportjeppa sem kom á markað í ársbyrjun. ,,Kia heldur áfram auknum vexti og árangri í Evrópu og ljóst að evrópskir kaupendur horfa í auknum mæli á Kia bíla sem vel hannaða gæðabíla. Kia er á góðri leið með að slá ársmet í sölu í Evrópu í áttunda skipti í röð ef svo heldur sem horfir," segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia Motors Europe. Sala Kia heldur einnig áfram að aukast á Íslandi og fyrstu sex mánuði ársins seldust 1.008 Kia bílar en það er í fyrsta skipti sem salan fer yfir þúsund bíla hér á landi á þessu tímabili. Markaðshlutdeild Kia á Íslandi er 8,5% miðað á fyrri hluta ársins og söluaukningin er um 20% hjá Kia miðað við sama tímabil í fyrra. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Kia seldi alls um 230 þúsund bíla í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur suður-kóreski bílaframleiðandinn aldrei selt jafnmarga bíla í álfunni á sex mánaða tímabili. Salan hjá Kia í Evrópu í ár hækkar um 14,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Kia er þar með með 2,8% markaðshlutdeild í Evrópu sem er það hæsta sem fyrirtækið hefur náð í álfunni. Þar munar mest um mjög góða sölu á hinum nýja og vel heppanða Kia Sportage sportjeppa sem kom á markað í ársbyrjun. ,,Kia heldur áfram auknum vexti og árangri í Evrópu og ljóst að evrópskir kaupendur horfa í auknum mæli á Kia bíla sem vel hannaða gæðabíla. Kia er á góðri leið með að slá ársmet í sölu í Evrópu í áttunda skipti í röð ef svo heldur sem horfir," segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia Motors Europe. Sala Kia heldur einnig áfram að aukast á Íslandi og fyrstu sex mánuði ársins seldust 1.008 Kia bílar en það er í fyrsta skipti sem salan fer yfir þúsund bíla hér á landi á þessu tímabili. Markaðshlutdeild Kia á Íslandi er 8,5% miðað á fyrri hluta ársins og söluaukningin er um 20% hjá Kia miðað við sama tímabil í fyrra.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent