75 ára afmælisútgáfa Jeep Wrangler Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:27 75 ára afmælisútgáfan. Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent