Þúsundir Pokémon-spilara flykktust í Central Park í leit að sjaldgæfu skrímsli Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2016 10:12 Pokémon-spilarar í leit að Vaperon í Central Park. YouTube. Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi. Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi.
Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30
Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25
Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36
Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45