Hermann: Getur vel verið að Sító fari 17. júlí 2016 21:50 Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis Jose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Jose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn