Sagan var líka skrifuð hér heima á Íslandi í júnímánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn