Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júlí 2016 10:00 Mynd/Vilhelm Stokstad „Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00