Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júlí 2016 10:00 Mynd/Vilhelm Stokstad „Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
„Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00