Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:31 Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn. Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem er ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn.
Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem er ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Sjá meira
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58