Ferðamenn með minna á milli handanna nú Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir. vísir/eyþór Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“ Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“
Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira