John Kerry á leið til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2016 13:53 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið. Mið-Austurlönd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið.
Mið-Austurlönd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira