Margir muna eflaust eftir Nintendo-leikjatölvunni enda hún naut gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum eftir að hún kom á markað árið 1985 en framleiðslu á tölvunni var hætt 10 árum síðar.
Á meðal leikja í Nintendo-tölvuna sem nutu mikilla vinsælda voru Super Mario Bros og Castlevania en 30 klassískir Nintendo-leikir verða innbyggðir í nýju tölvuna, þar á meðal Super Mario Bros 3, Mega Man 2 og Castlevania.
Hlutabréf í Nintendo hafa hækkað mikið á seinustu dögum vegna mikillar velgengni tölvuleiksins Pokémon Go. Áhugavert verður að sjá hvað þetta nýjasta útspil japanska leikjaframleiðandans hefur á markaðinn.