Telja að Sigríður Björk hafi byggt ákvörðun sína á orðrómi en ekki gögnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2016 12:49 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum. Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum.
Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22