Birtingarmynd kerfisins stjórnarmaðurinn skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira