Vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk á Húsavík Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2016 09:45 „Ég er sem sagt frá Húsavík, þó ég búi ekki lengur þar – ég ákvað því að setja af stað tónleikaröð í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og hlaut styrki frá bæði Uppbyggingarsjóði og Norðurþingi. Mig langaði til að auka framboðið af klassískum tónleikum um sumartímann, það er náttúrulega mikið af ferðamönnum á Húsavík á þessum tíma og svo líka bara fyrir íbúana,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir sem í kvöld heldur fyrstu tónleikana af þremur í tónleikaröðinni Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík ásamt breska píanistanum Dawn Hardwick. Lára er fiðluleikari og ólst upp á Húsavík þar sem hún hóf tónlistarnám. Hún útskrifaðist úr Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006 og hefur síðan þá starfað sem fiðluleikari og söngkona og einnig sinnt kennslu hér á landi. Lára hefur gefið út tvær plötur – Hjalta og Láru árið 2013 og síðan Draumahöll sem kom út árið 2015. Hún hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 auk þess sem hún var útnefnd sem bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016 og starfar sem konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Markmiðið mitt er að búa til vettvang fyrir ungt fólk. Þriðju tónleikarnir eru t.d. með nemendum í listaháskólum, annar er í Listaháskóla Íslands og hinn í tónlistarháskólanum í Ósló. Síðan eru tónleikarnir sem eru aðrir í röðinni – þá eru það kennarar við tónlistarskólann á Húsavík og starfandi tónlistarmenn sem búa á Húsavík sem verða að spila.“Verður sem sagt Húsavíkur-þema í vali á þeim tónlistarmönnum sem koma þarna fram? „Já, það má segja það. Allir sem koma fram tengjast Húsavík á einhvern hátt?… nema auðvitað breski píanistinn. Svo er þetta bara í rauninni heimafólk eða fólk sem tengist Húsavík að einhverju leyti.“ Breski píanistinn Dawn Hardwick kemur fram með Láru á þessum fyrstu tónleikum í röðinni en hún er líkt og Lára útskrifuð úr Royal Welsh College of Music and Drama sem og Royal College of Music í London. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik og spilað reglulega með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Dawn leikur einnig með Piano Circus, tónlistarhópi skipuðum sex píanóleikurum sem flytja gjarnan nýja, klassíska tónlist. Í kvöld ætla þær Lára Sóley og Dawn að spila íslenska og breska tónlist í bland. Þær munu spila verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar og Graham Fitkin. Einnig munu þær flytja útsetningu Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísabetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó. Næsta vetur munu þær svo flytja þessa sömu dagskrá í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Safnahúsinu Húsavík og miðaverð er 2.000 krónur. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er sem sagt frá Húsavík, þó ég búi ekki lengur þar – ég ákvað því að setja af stað tónleikaröð í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og hlaut styrki frá bæði Uppbyggingarsjóði og Norðurþingi. Mig langaði til að auka framboðið af klassískum tónleikum um sumartímann, það er náttúrulega mikið af ferðamönnum á Húsavík á þessum tíma og svo líka bara fyrir íbúana,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir sem í kvöld heldur fyrstu tónleikana af þremur í tónleikaröðinni Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík ásamt breska píanistanum Dawn Hardwick. Lára er fiðluleikari og ólst upp á Húsavík þar sem hún hóf tónlistarnám. Hún útskrifaðist úr Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006 og hefur síðan þá starfað sem fiðluleikari og söngkona og einnig sinnt kennslu hér á landi. Lára hefur gefið út tvær plötur – Hjalta og Láru árið 2013 og síðan Draumahöll sem kom út árið 2015. Hún hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 auk þess sem hún var útnefnd sem bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016 og starfar sem konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Markmiðið mitt er að búa til vettvang fyrir ungt fólk. Þriðju tónleikarnir eru t.d. með nemendum í listaháskólum, annar er í Listaháskóla Íslands og hinn í tónlistarháskólanum í Ósló. Síðan eru tónleikarnir sem eru aðrir í röðinni – þá eru það kennarar við tónlistarskólann á Húsavík og starfandi tónlistarmenn sem búa á Húsavík sem verða að spila.“Verður sem sagt Húsavíkur-þema í vali á þeim tónlistarmönnum sem koma þarna fram? „Já, það má segja það. Allir sem koma fram tengjast Húsavík á einhvern hátt?… nema auðvitað breski píanistinn. Svo er þetta bara í rauninni heimafólk eða fólk sem tengist Húsavík að einhverju leyti.“ Breski píanistinn Dawn Hardwick kemur fram með Láru á þessum fyrstu tónleikum í röðinni en hún er líkt og Lára útskrifuð úr Royal Welsh College of Music and Drama sem og Royal College of Music í London. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik og spilað reglulega með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Dawn leikur einnig með Piano Circus, tónlistarhópi skipuðum sex píanóleikurum sem flytja gjarnan nýja, klassíska tónlist. Í kvöld ætla þær Lára Sóley og Dawn að spila íslenska og breska tónlist í bland. Þær munu spila verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar og Graham Fitkin. Einnig munu þær flytja útsetningu Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísabetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó. Næsta vetur munu þær svo flytja þessa sömu dagskrá í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Safnahúsinu Húsavík og miðaverð er 2.000 krónur.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira