Dreifingarfyrirtæki um allan heim hafa tekið myndinni vel og hafa náðst samningar við Java Films og Zeitgeist um að dreifa myndinni á heimsvísu. Á sunnudag var myndin sýnd á írsku kvikmyndahátíðinni Galway Film Fleadh við góðar undirtektir.
Nýr þankagangur fyrir nýja öld
Myndin sem fjallar um hina óskilgreindu tilfinningu innra með okkur sem mannkynið virðist vera treysta minna og minna á í heimi stöðugra tækninýjunga. Því er spáð að heimurinn muni fara í gegnum miklar breytingar á komandi árum og því sé nauðsynlegt fyrir afkomu mannkynsins að tileinka sér nýjar aðferðir í þankagang. Málið er skoðað út frá sálfræðilegum, taugavísindalegum og listrænum sjónarhornum og áhrif aðferða á borð við árverkni (e. Mindfulness) og hugleiðslu eru skoðaðar.
Búist er við því að Insæi verði frumsýnd hér á landi í haust.
Sjá má stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.