Hluti af dagskrá Iceland Airwaves verður á Hard Rock í Lækjargötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:59 Hér mun Hard Rock opna í haust. Vísir/Stefán Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu. Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Sjá meira
Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu.
Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Sjá meira
Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28
Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22
Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00