Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 14:45 Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira