Íslenski boltinn

Þorri Geir yfirgefur Stjörnuna í ágúst

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorri Geir Rúnarsson í skallaeinvígi við Pablo Punyed.
Þorri Geir Rúnarsson í skallaeinvígi við Pablo Punyed. vísir/eyþór
Þorri Geir Rúnarsson, miðjumaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið út í háskólanám í Bandaríkjunum í ágúst og missir því af lokasprettinum á Íslandsmótinu.

Þorri Geir er búinn að skrifa undir samning við Virginiu-háskólann en í samtali við fótbolti.net segir hann:  „Fótboltinn þarna er betri en menn halda. Þetta er gluggi fyrir MLS. Þjálfarinn í liðinu er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Bandaríkjanna og það er allt til alls.“    

Þrátt fyrir mikla breidd er þetta ákveðið áfall fyrir Stjörnuliðið en Þorri Geir hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu síðan hann skaust upp á stjörnuhiminn 2014 þegar Garðabæjarliðið varð Íslandsmeistari.

Þorri Geir er búinn að spila tíu leiki fyrir Stjörnuna í sumar, þar af níu leiki sem byrjunarliðsmaður. Hann er búinn að byrja fimm síðustu leiki liðsins í Pepsi-deildinni.

Miðjumaðurinn öflugi ætti að ná leik Stjörnunnar gegn Þrótti í 14. umferðinni í ágúst en síðan heldur hann út til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×