Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld.
Pepe stóð vaktina vel í vörn Portúgal sem vann 1-0 sigur á heimamönnum í Frakklandi í úrslitaleiknum sem fór fram í París í kvöld.
Eder skoraði eina markið í framlengingu, en ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma.
Varnarlína Portúgals hafði góðar gætur á helstu sóknarmönnum Frakka og í lokin var svo Pepe verðlaunaður með að vera valinn besti maður úrslitaleiksins.
