Gríðarleg öryggisgæsla fyrir úrslitaleik EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 15:45 Mótið hefur að mestu farið vel fram. Vísir/Getty Franska lögreglan hefur stóraukið viðbúnað sinn í París en þar fer úrslitaleikur Evrópumótsins fram í kvöld. Rúmlega 5000 lögreglumenn gæta öryggis á helstu samkomustöðum stuðningsmanna í borginni. Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi hefur verið haldið í skugga hryðjuverkaógnar í kjölfar þeirra árása sem gerðar voru í París í nóvember þar sem 130 létu lífið. Öryggisgæsla á mótinu hefur því verið mikil og nær hámarki í dag þegar Frakkar leika til úrslita gegn Portúgölum á Stade de France vellinum í París. Lögreglan og herinn hafa gætt öryggis almennings á mótinu en rúmlega 5000 lögreglumenn verða á vaktinni í frönsku höfuðborginni í dag. 3400 lögregluþjónar verða í kringum leikvanginn sjálfan og 1900 við stuðningsmannasvæðið sem staðsett er við Eiffel turninn. Öryggisgæslan á mótinu hefur verið mikil en talið er að í kringum 90000 manns hafa komið að gæslu á leikvöngum, stuðnginsmannasvæðum og á götum úti meðan á mótinu hefur staðið. Vinni Frakkar evrópumeistaratitilinn í kvöld verður engin sigurhátíð haldin í borginni líkt og gert var þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fyrir átján árum vegna öryggissjónarmiða. Þá voru milljón manna sem fögnuðu franska liðinu á götum úti en í ljósi atburða síðasta árs treysta yfirvöld sér ekki til að gæta öryggis svo margra í borginni. Frökkum hefur tekist vel til með öryggisgæslu á mótinu ef frá eru talin atvik sem urðu milli stuðningsmanna Englendinga og Rússa í Marseille í upphafi mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Franska lögreglan hefur stóraukið viðbúnað sinn í París en þar fer úrslitaleikur Evrópumótsins fram í kvöld. Rúmlega 5000 lögreglumenn gæta öryggis á helstu samkomustöðum stuðningsmanna í borginni. Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi hefur verið haldið í skugga hryðjuverkaógnar í kjölfar þeirra árása sem gerðar voru í París í nóvember þar sem 130 létu lífið. Öryggisgæsla á mótinu hefur því verið mikil og nær hámarki í dag þegar Frakkar leika til úrslita gegn Portúgölum á Stade de France vellinum í París. Lögreglan og herinn hafa gætt öryggis almennings á mótinu en rúmlega 5000 lögreglumenn verða á vaktinni í frönsku höfuðborginni í dag. 3400 lögregluþjónar verða í kringum leikvanginn sjálfan og 1900 við stuðningsmannasvæðið sem staðsett er við Eiffel turninn. Öryggisgæslan á mótinu hefur verið mikil en talið er að í kringum 90000 manns hafa komið að gæslu á leikvöngum, stuðnginsmannasvæðum og á götum úti meðan á mótinu hefur staðið. Vinni Frakkar evrópumeistaratitilinn í kvöld verður engin sigurhátíð haldin í borginni líkt og gert var þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fyrir átján árum vegna öryggissjónarmiða. Þá voru milljón manna sem fögnuðu franska liðinu á götum úti en í ljósi atburða síðasta árs treysta yfirvöld sér ekki til að gæta öryggis svo margra í borginni. Frökkum hefur tekist vel til með öryggisgæslu á mótinu ef frá eru talin atvik sem urðu milli stuðningsmanna Englendinga og Rússa í Marseille í upphafi mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira