Viðbrögð Íslendinga kveikja von í brjósti stuðningsmanns Íslands sem stunginn var í París: „Færið okkur norðurljósin á erfiðum tímum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 11:30 Lögreglumaðurinn sem stunginn var í París eftir leik Íslands og Frakklands er djúpt snortinn yfir viðbrögðum Íslendinga. vísir/epa Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45