Á fyrri æfingunni voru úrslitin eftir liðum niður í 11. sæti en Marcus Ericsson á Sauber braut keðjuna. Sebastian Vettel varð þriðji rúmri sekúndu á eftir Rosberg.
Rosberg hélt áfram að vera fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari liðið var aftur fljótast af restinni.
Sergio Perez lenti í smá vandræðum á Force India bílnum. Hann fór aðeins út af brautinni í fyrstu beygju.
Brautarmörk verða áfram til umræðu í Þýskalandi um helgina. Þrisvar með öll hjólin út af brautinni á völdum stöðum þýða refsingu.
Talstöðvabanninu hefur verið aflétt og geislabaugs-vörnin hefur verið tekin af borðinu fyrir næsta ár. Það er að segja frá hlið liðanna. FIA getur ennþá ákveðið að skella vörninni á.
Bein útsending frá tíamtökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 einnig á Stöð 2 Sport.
Hér að neðan má finna öll úrslit æfinganna.