Flutningar forsetans: Þúsundir skjala, búslóðin í Mosfellsbæ og frjálslegra tal Ásgeir Erlendsson skrifar 29. júlí 2016 19:00 Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15