Flutningar forsetans: Þúsundir skjala, búslóðin í Mosfellsbæ og frjálslegra tal Ásgeir Erlendsson skrifar 29. júlí 2016 19:00 Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15