West Ham United tapaði óvænt fyrir slóvenska liðinu Domzale á útivelli í kvöld. Lokatölur 2-1, Domzale í vil.
Þetta var fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en seinni leikurinn fer fram eftir viku á Ólympíuvellinum í London, nýjum heimavelli West Ham.
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, tefldi fram mjög sterku liði í leiknum í kvöld en það dugði ekki til.
Matic Crnic kom Domzale yfir á 11. mínútu en Mark Noble jafnaði metin úr vítaspyrnu sjö mínútum síðar. Það var svo Crnic sem tryggði Domzale sigurinn þegar hann skoraði sitt annað mark á 49. mínútu.
Hamrarnir þurfa að gera betur í seinni leiknum en útivallarmarkið sem Noble skoraði gæti reynst þeim dýrmætt.
Óvænt tap West Ham í Slóveníu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
