50 Cent býðst til að bjarga Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 15:27 Ef til vill ætti BBC að íhuga gott boð 50 Cent. Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent
Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent