BL innkallar 77 Nissan X-Trail Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 14:25 Nissan X-Trail. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 77 Nissan bifreiðum af árgerðum 2014- 2015 af tegundinni Nissan X-Trail. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan galli í ryðvörn á hlerapumpum fyrir afturhlera. Ryð getur myndast á demparahulsu vegna ónógrar ryðvarnar við framleiðslu. Möguleiki er á að hlerapumpa losni frá eða brotni, og þrýstingur falli þannig að hlerapumpa og stuðningur við afturhlera verði óvirkur. Aðeins hefur orðið vart við þennan galla í Japan, en öryggis vegna hefur Nissan ákveðið að kalla einnig inn Evrópubíla. BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 77 Nissan bifreiðum af árgerðum 2014- 2015 af tegundinni Nissan X-Trail. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan galli í ryðvörn á hlerapumpum fyrir afturhlera. Ryð getur myndast á demparahulsu vegna ónógrar ryðvarnar við framleiðslu. Möguleiki er á að hlerapumpa losni frá eða brotni, og þrýstingur falli þannig að hlerapumpa og stuðningur við afturhlera verði óvirkur. Aðeins hefur orðið vart við þennan galla í Japan, en öryggis vegna hefur Nissan ákveðið að kalla einnig inn Evrópubíla. BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent