Tom Odell kemur til landsins í ágúst Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. júlí 2016 08:00 Tom Odell er, auk þess að vera söngvari og lagahöfundur, fær píanóleikari og nam píanóleik lengi vel. Mynd/Getty Breski söngvarinn og lagahöfundurinn Tom Odell spilar í Eldborgarsal Hörpu 24. ágúst næstkomandi. Þessi ungi tónlistarmaður, en hann er einungis 25 ára gamall, hefur verið að selja nýjustu plötuna sína, Wrong Crowd, í bílförmum og auk þess hefur platan verið að fá glimrandi góða dóma. Tom mun taka lög af þessari plötu og eldra efni í bland. Eins og flestir aðdáendur Toms ættu að vita kom hann til landsins fyrir tveimur árum og spilaði á tónleikum sem fengu góða dóma og það seldist upp á þá á mjög stuttum tíma. „Hann er ein af þessum upprennandi stjörnum í Bretlandi. Hann hélt alveg stórkostlega tónleika í Eldborg fyrir tveimur árum. Mér fannst alveg tilvalið að fá hann aftur núna því að hann var að koma með nýja plötu. Þessi plata hefur verið að fá frábæra dóma. Hann hefur látið lítið fara fyrir sér síðustu tvö ár þangað til núna í sumar og hann er ekkert að tvínóna við þetta og kemur nánast beint til Íslands,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna, sem er nú að flytja Tom Odell til landsins í annað sinn.Tom Odell er rísandi stjarna um allan heim.„Hann er með gráðu í klassískum píanóleik, en hann er nú ekki nema 25 ára en er strax frábær píanóleikari og lagahöfundur. Þetta er vönduð rokk-popptónlist. Síðast þegar ég sá hann í Eldborg voru þetta frábærir tónleikar. Hann hefur verið að fá rosalega góða dóma fyrir hljómleikana sína, hann hitaði upp í tvö eða þrjú skipti fyrir Rolling Stones í London – þeir heyrðu tónlistina hans og vildu endilega fá hann til að hita upp fyrir sig í kjölfarið,“ segir Guðbjartur um þennan unga ljóshærða söngvara. Tom vann BRIT critics’ choice verðlaunin árið 2013. Það ár gaf hann út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Long Way Down, en sú plata stökk beint á topp vinsældalistans í Bretlandi. Áður hafði hann gefið út tvær EP-plötur, Songs from Another Love og The Another Love EP. Lag Toms Another Love, lagið sem kom honum á kortið, naut gífurlegra vinsælda þegar það kom út árið 2012 og fór meðal annars í tíunda sæti breska vinsældalistans og í fyrsta sætið í Belgíu. Í júní á þessu ári gaf hann út plötuna Wrong Crowd og hefur verið að fylgja henni eftir með tónleikahaldi í Bandaríkjunum og Evrópu. Tónleikarnir verða eins og áður segir í Eldborgarsal Hörpu 24. ágúst og hefst miðasalan miðvikudaginn 3. ágúst. Tónlist Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Breski söngvarinn og lagahöfundurinn Tom Odell spilar í Eldborgarsal Hörpu 24. ágúst næstkomandi. Þessi ungi tónlistarmaður, en hann er einungis 25 ára gamall, hefur verið að selja nýjustu plötuna sína, Wrong Crowd, í bílförmum og auk þess hefur platan verið að fá glimrandi góða dóma. Tom mun taka lög af þessari plötu og eldra efni í bland. Eins og flestir aðdáendur Toms ættu að vita kom hann til landsins fyrir tveimur árum og spilaði á tónleikum sem fengu góða dóma og það seldist upp á þá á mjög stuttum tíma. „Hann er ein af þessum upprennandi stjörnum í Bretlandi. Hann hélt alveg stórkostlega tónleika í Eldborg fyrir tveimur árum. Mér fannst alveg tilvalið að fá hann aftur núna því að hann var að koma með nýja plötu. Þessi plata hefur verið að fá frábæra dóma. Hann hefur látið lítið fara fyrir sér síðustu tvö ár þangað til núna í sumar og hann er ekkert að tvínóna við þetta og kemur nánast beint til Íslands,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna, sem er nú að flytja Tom Odell til landsins í annað sinn.Tom Odell er rísandi stjarna um allan heim.„Hann er með gráðu í klassískum píanóleik, en hann er nú ekki nema 25 ára en er strax frábær píanóleikari og lagahöfundur. Þetta er vönduð rokk-popptónlist. Síðast þegar ég sá hann í Eldborg voru þetta frábærir tónleikar. Hann hefur verið að fá rosalega góða dóma fyrir hljómleikana sína, hann hitaði upp í tvö eða þrjú skipti fyrir Rolling Stones í London – þeir heyrðu tónlistina hans og vildu endilega fá hann til að hita upp fyrir sig í kjölfarið,“ segir Guðbjartur um þennan unga ljóshærða söngvara. Tom vann BRIT critics’ choice verðlaunin árið 2013. Það ár gaf hann út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Long Way Down, en sú plata stökk beint á topp vinsældalistans í Bretlandi. Áður hafði hann gefið út tvær EP-plötur, Songs from Another Love og The Another Love EP. Lag Toms Another Love, lagið sem kom honum á kortið, naut gífurlegra vinsælda þegar það kom út árið 2012 og fór meðal annars í tíunda sæti breska vinsældalistans og í fyrsta sætið í Belgíu. Í júní á þessu ári gaf hann út plötuna Wrong Crowd og hefur verið að fylgja henni eftir með tónleikahaldi í Bandaríkjunum og Evrópu. Tónleikarnir verða eins og áður segir í Eldborgarsal Hörpu 24. ágúst og hefst miðasalan miðvikudaginn 3. ágúst.
Tónlist Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira