Róbert Örn og Trausti með tvær af markvörslum ársins | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 13:30 Trausti og Róbert Örn. vísir/ernir/vilhelm Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, og Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, áttu tvær af markvörslum ársins í deildinni þetta sumarið í síðustu umferð. Róbert Örn stóð vaktina gegn KR og var maður leiksins í sögulegum 1-0 sigri Víkinga í Fossvoginum en Trausti fékk á sig tvö mörk í 2-0 sigri Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum. KR-ingar sóttu stíft að marki Víkings en Róbert varði allt sem á markið kom og í fyrri hálfleik bauð hann upp á tvær magnaðar markvörslur. Í bæði skiptin átti danski sóknarmaðurinn Kennie Chopart skot að marki. Fyrst varði hann skot Choparts sem fór í Dofra Snorrason með öxlinni upp í slána og þremur mínútum síðar var komið að einni af vörslum ársins. Chopart smellhitti þá boltann eftir sendingu frá hægri en Róbert spyrnti sér upp í samskeytin og sló boltann yfir. Markvarsla Trausta var ekki síðri þó hún hafi verið frá samherja. Það er bara honum að þakka að Hreinn Ingi Örnólfsson skoraði ekki sjálfsmark þegar miðvörðurinn fékk boltann í sig eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar, bakvarðar FH. Boltinn stefndi í bláhornið þegar Trausti skutlaði sér ótrúlega á eftir honum og varði meistaralega. Hann tók svo frákastið einnig frá Steven Lennon. Þessar frábæru vörslur Róberts Arnar og Trausta má sjá í myndunum hér að neðan sem eru úr Pepsi-mörkunum en umferðin var gerð upp í gærkvöldi.Tvær svakalegar vörslur Róberts fyrir Víking gegn KR: Mögnuð markvarsla Trausta frá samherja: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Vesturbæjarliðið tapaði í fyrsta sinn fyrir Víkingi í Fossvogi og er í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 26. júlí 2016 13:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, og Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, áttu tvær af markvörslum ársins í deildinni þetta sumarið í síðustu umferð. Róbert Örn stóð vaktina gegn KR og var maður leiksins í sögulegum 1-0 sigri Víkinga í Fossvoginum en Trausti fékk á sig tvö mörk í 2-0 sigri Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum. KR-ingar sóttu stíft að marki Víkings en Róbert varði allt sem á markið kom og í fyrri hálfleik bauð hann upp á tvær magnaðar markvörslur. Í bæði skiptin átti danski sóknarmaðurinn Kennie Chopart skot að marki. Fyrst varði hann skot Choparts sem fór í Dofra Snorrason með öxlinni upp í slána og þremur mínútum síðar var komið að einni af vörslum ársins. Chopart smellhitti þá boltann eftir sendingu frá hægri en Róbert spyrnti sér upp í samskeytin og sló boltann yfir. Markvarsla Trausta var ekki síðri þó hún hafi verið frá samherja. Það er bara honum að þakka að Hreinn Ingi Örnólfsson skoraði ekki sjálfsmark þegar miðvörðurinn fékk boltann í sig eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar, bakvarðar FH. Boltinn stefndi í bláhornið þegar Trausti skutlaði sér ótrúlega á eftir honum og varði meistaralega. Hann tók svo frákastið einnig frá Steven Lennon. Þessar frábæru vörslur Róberts Arnar og Trausta má sjá í myndunum hér að neðan sem eru úr Pepsi-mörkunum en umferðin var gerð upp í gærkvöldi.Tvær svakalegar vörslur Róberts fyrir Víking gegn KR: Mögnuð markvarsla Trausta frá samherja:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Vesturbæjarliðið tapaði í fyrsta sinn fyrir Víkingi í Fossvogi og er í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 26. júlí 2016 13:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00
KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Vesturbæjarliðið tapaði í fyrsta sinn fyrir Víkingi í Fossvogi og er í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 26. júlí 2016 13:00
Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00