Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 10:00 Bernie Ecclestone með Fabiönu Flosi, eiginkonu sinni. vísir/getty Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið. Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið.
Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45