Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. júlí 2016 21:53 Börn með höfuðsmæð fæðast með minni heila en önnur börn og geta aldrei náð fullum þroska á ævinni. Vísir/Getty Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu. Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu.
Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45
Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13
Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30
WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15