Reisa BMW, Ford og Jaguar Land Rover saman rafhlöðuverksmiðju? Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 16:16 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í bandaríkjunum sem nú er í smíðum. Bæði Automotive News Europe og Sunday Times greina frá því að viðræður stæðu yfir milli bílaframleiðendanna BMW, Ford og Jaguar Land Rover um smíði nýrrar rafhlöðuverksmiðju fyrir nokkur hundruð þúsund bíla sína. Jaguar er víst með í smíðum rafmagnsjeppling sem koma skal á markað strax á næsta ári og þar á bæ er sannarlega þörf á slíkri verksmiðju og það helst í samvinnu við stærri bílaframleiðendur eins og BMW og Ford. Öll fyrirtækin hafa neitað að tjá sig um málið og svo virðist sem mikil launung sé með þessi áform. Mercedes Benz mun kynna nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í París í haust sem komast mun 500 km á fullri hleðslu og er því komið í samkeppni við Tesla. Þessi bíll á að fara á markað fyrir lok áratugarins. Audi ætlar að auki að vera með í sölu þrjár gerðir bíla sem eingöngu verða drifnir áfram af rafmagni fyrir árið 2020. Það eru því miklar fjárfestingar sem fram fara þessa dagana til að koma rafmagnsbílum sem fyrst á markað og margir bílaframleiðendur sem taka þátt í því. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Bæði Automotive News Europe og Sunday Times greina frá því að viðræður stæðu yfir milli bílaframleiðendanna BMW, Ford og Jaguar Land Rover um smíði nýrrar rafhlöðuverksmiðju fyrir nokkur hundruð þúsund bíla sína. Jaguar er víst með í smíðum rafmagnsjeppling sem koma skal á markað strax á næsta ári og þar á bæ er sannarlega þörf á slíkri verksmiðju og það helst í samvinnu við stærri bílaframleiðendur eins og BMW og Ford. Öll fyrirtækin hafa neitað að tjá sig um málið og svo virðist sem mikil launung sé með þessi áform. Mercedes Benz mun kynna nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í París í haust sem komast mun 500 km á fullri hleðslu og er því komið í samkeppni við Tesla. Þessi bíll á að fara á markað fyrir lok áratugarins. Audi ætlar að auki að vera með í sölu þrjár gerðir bíla sem eingöngu verða drifnir áfram af rafmagni fyrir árið 2020. Það eru því miklar fjárfestingar sem fram fara þessa dagana til að koma rafmagnsbílum sem fyrst á markað og margir bílaframleiðendur sem taka þátt í því.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent