Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 11:00 Sársvekktur Kári Árnason gengur af velli eftir 2-1 tap Víkinga gegn KR í Víkinni 2004 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. vísir/teitur Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira