Jaguar Land Rover með V8 vélar frá BMW Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 10:01 Jaguar XF. Nú þegar flestir bílaframleiðendur notast fremur við öflugar fjögurra og sex strokka vélar en átta strokka vélar í öflugar gerðir bíla sinna fækkar mjög bílum sem búnir eru átta strokka vélum og með því verður þróunarkostnaður þeirra hærri. Við þessu hefur Jaguar Land Rover brugðist með því að kaupa slíkar vélar frá BMW í stað þess að þróa þær sjálfir með tilheyrandi kostnaði. BMW hefur framleitt 4,4 lítra V8 vélar sem skila 450 til 600 hestöflum, eftir uppsetningu þeirra, en þar á bæ er nú verið að þróa léttari en öflugri 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem Jaguar Land Rover ætlar að setja í sína öflugustu bíla. Með því skiptir BMW og Jaguar Land Rover með sér þeim þróunarkostnaði sem af smíði hennar verður. BMW þarf nauðsynlega á samstarfsaðila að halda til að geta haldið áfram að þróa nýja V8 vél og hann er nú fundinn og með því tryggt áfram líf V8 véla þar á bæ. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent
Nú þegar flestir bílaframleiðendur notast fremur við öflugar fjögurra og sex strokka vélar en átta strokka vélar í öflugar gerðir bíla sinna fækkar mjög bílum sem búnir eru átta strokka vélum og með því verður þróunarkostnaður þeirra hærri. Við þessu hefur Jaguar Land Rover brugðist með því að kaupa slíkar vélar frá BMW í stað þess að þróa þær sjálfir með tilheyrandi kostnaði. BMW hefur framleitt 4,4 lítra V8 vélar sem skila 450 til 600 hestöflum, eftir uppsetningu þeirra, en þar á bæ er nú verið að þróa léttari en öflugri 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem Jaguar Land Rover ætlar að setja í sína öflugustu bíla. Með því skiptir BMW og Jaguar Land Rover með sér þeim þróunarkostnaði sem af smíði hennar verður. BMW þarf nauðsynlega á samstarfsaðila að halda til að geta haldið áfram að þróa nýja V8 vél og hann er nú fundinn og með því tryggt áfram líf V8 véla þar á bæ.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent