Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2016 21:53 Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15