Hver var árásarmaðurinn í München? Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 14:12 Árásarmaðurinn var átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna. Vísir/AFP Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son. Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son.
Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent