Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-2 | Hilmar Árni með tvö mörk í lokin Jóhann Óli Eiðsson i Árbænum skrifar 24. júlí 2016 23:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson í leiknum í kvöld. Vísir/Hanna Stjarnan hélt öðru sætinu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur gegn Fylkismönnum í Árbænum þegar síðari hluti deildarinnar hófst. Framan af blés ekki byrlega fyrir Stjörnumenn og sigurinn var afar dramatískur.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Flóridana-vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér að ofan. Markalaust var eftir hálf andvana fæddan sóknarleik beggja liða. Lítið var um færi og það sem bar hæst voru hressilegar tæklingar beggja liða. Sá síðari hófst líkt og sá fyrri en eftir tæplega tuttugu mínútna leik skoraði Andrés Már Jóhannesson fyrir heimamenn. Ládeyðan hélt áfram þar til á lokamínútunum en þá skoraði Hilmar Árni Halldórsson tvö mörk, annað þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, og tryggði þrjú stig.Hvers vegna vann Stjarnan? Áðurnefndur Hilmar Árni Halldórsson sá til þess. Hilmar skoraði tvö góð mörk undir lokin og innsiglaði sigurinn þó fátt hafi bent í þá átt lungann úr leiknum. Erfitt yrði fyrir nokkurn mann að halda því fram að sigurinn hafi verið sanngjarn. Fylkismenn voru betri nær allan venjulega leiktíman. Undir lokin settu Stjörnumenn aukið púður í sóknarleikinn og náðu að lauma inn sigurmarki. Heimamenn áttu engu að síður færi í uppbótartíma til að gera stigin þrjú aftur að sínum en mistókst.Þessir stóðu upp úr Á ný hefst upptalningin á Hilmari Árna. Hann kláraði leikinn í lokin þrátt fyrir að lítið hafi sést til hans framan af. Sömu sögu er hægt að segja um stóra hluta Stjörnuliðsins. Flestir Fylkismennirnir stóðu sig afar vel og spiluðu vel sem heild. Garðar Jóhannsson hélt boltanum vel gegn sínum gömlu félögum og í kringum hann var Ragnar Bragi Sveinsson eins og ofvirk býfluga. Ferskleiki færðist einnig í sóknarleikinn eftir að Albert Brynjar kom inn á. Hægri vængur Fylkis var öflugur. Andrés Már og Andri Þór mynduðu gott teymi og voru Stjörnumenn heppnir að hafa ekki fengið á sig mark eftir rispu upp hægra megin.Hvað mátti betur fara? Ólafur Íshólm Ólafsson fær litla pillu hér. Fyrra mark Hilmars, það sem kom úr aukaspyrnunni, var í markmannshornið. Það leit í það minnsta þannig út að Ólafur hefði mátt gera betur þar. Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sjálfum sér líkur í leiknum. Hann byrjaði djúpur í einhvers konar 4-1-3-2 kerfi og fann sig engan vegin. Sendingar hans voru ónákvæmar og ítrekað þurftu liðsfélagar hans að koma honum til bjargar. Þá er vert að minnast á að Grétar Sigfinnur Sigurðsson virtist ekki á réttri bylgjulengd framan af. Síðan fékk hann höfuðhögg, aðhlynningu og nýja treyju og kom allt annar til leiks eftir það. Að endingu þá er hægt að minnast örsnöggt á dómgæslu Valdimars Pálssonar. Það er vandlifað að vera dómari. Ýmist flautarðu of lítið eða of mikið. Í kvöld leyfði Valdimar leiknum að fljóta en flautaði stundum á skrítna hluti. Síðan var aukaspyrnan, sem fyrra mark Stjörnunnar kom úr, nokkuð vafasöm.Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram að vera í bullandi toppséns. Tvö stig eru í Fimleikafélagið á toppi deildarinnar. Næstu leikir liðsins eru gegn Víkingi og Þrótti. Það er því alls ekki ólíklegt að liðið haldi sér í toppbaráttunni. Sér í lagi meðan það vinnur leiki sem spilast svona. Basl Fylkis heldur áfram. Það þarf engan Nostradamus til að reikna út að ef liðið heldur áfram að fá þessi úrslit þá mun það leika í Inkasso að ári. Spilamennska liðsins var hins vegar mjög góð í dag og haldi hún áfram gæti gæfan dottið í lið með þeim. Vörnin verður hins vegar að hætta að leka.Hermann: Takk dómari fyrir að eyðileggja leikinn „Dómarinn gaf þeim aukaspyrnu á silfurfati,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, brjálaður, gjörsamlega brjálaður, eftir leik Fylkis og Stjörnunnar. „Þetta var hörmung. Ákvörðunin eyðilagði alla vinnsluna fyrir okkur. Að taka þessa ákvörðun eyðilagði leikinn. Ja hérna. Takk fyrir það.“ Stjarnan skoraði sigurmark leiksins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hitt markið kom skömmu áður úr aukaspyrnu sem var ódýr. „Þetta brot var bara stöðubarátta. Þetta er eins og að gefa vítaspyrnu fyrir að fá boltann í andlitið,“ sagði Hermann. „Það hefur lítið rúllað með okkur og að fá svona, svona skítagjafir. Ég segi ekki meira.“ Fylkismenn eru enn í fallsæti eftir að hafa misst af stigunum þremur í kvöld. Fimm stig eru í KR í 10. sætinu en þeir eiga leik til góða. Hermann segir að hann muni styrkja liðið fyrir lokaleikina. „Það er hér um bil frágengið en ekki alveg,“ sagði hann. Hann vildi hins vegar bíða með að gefa upp nöfn þar til það er frágengið.Hilmar Árni í baráttu fyrr í sumar.Hilmar Árni: Ljótur leikur af okkar hálfu „Ég er sáttur með stigin þrjú en enginn okkar er sáttur með frammistöðuna,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson í leikslok. „Þetta var mjög ljótt en hafðist. Hilmar segir að sitt lið hafi einfaldlega ekki mætt í baráttuna í leiknum en það hafi Fylkismenn svo sannarlega gert. Fyrir leik hafði shann sagt að um hörkuleik yrði að ræða og það stóð heima. „Maður getur ekki verið lengi í þessum „bissness“ ef maður vorkennir andstæðingnum,“ svaraði hann aðspurður um hvort hann finndi til með Fylkismönnum. „Þeir voru góðir í dag en því miður þá er fótbolti ekki alltaf sanngjarn. Þetta var ljótur leikur af okkar hálfu en við náðum að klára þetta.“ „Menn tala oft um það sem einkenni góðra lið að klára leiki sem þennan. Vonandi er það þannig,“ sagði Hilmar kampakátur að lokum. Rúnar: Gríðarlega sætt „Mér fannst við ekkert lélegir en Fylkismenn voru betri,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Þeir sáu við okkar sóknum og okkar skipulagi. Þetta var mjög erfitt. En leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af.“ Hermann Hreiðarsson, mótþjálfari Rúnars í dag, var allt annað en sáttur með Valdimar Pálsson, dómara leiksins. Vestmanneyingurinn vildi meina að hann hefði fært Stjörnunni leikinn að gjöf. Rúnar vildi hins vegar meina að hann hefði dæmt illa á báða bóga. „Menn geta ekki alltaf átt góða leiki.“ Að mati Rúnars var vendipunkturinn þegar Stjarnan breytti leikskipulagi sínu. „Fylkismenn lágu mjög vel og þéttir til baka og við fundum varla smugu í gegnum vörnina hjá þeim. Það breyttist aðeins þegar við hentum Baldri og Eyjólfi fram og dældum boltum á þá. Þá sköpuðust aðstæður sem þeim leið ekki vel með.“ Rúnar var síðan sáttur með sigurmarkið á lokamínútunum. „Gríðarlega sætt. Góð tilfinning.“ Svo mörg voru þau orð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Stjarnan hélt öðru sætinu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur gegn Fylkismönnum í Árbænum þegar síðari hluti deildarinnar hófst. Framan af blés ekki byrlega fyrir Stjörnumenn og sigurinn var afar dramatískur.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Flóridana-vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér að ofan. Markalaust var eftir hálf andvana fæddan sóknarleik beggja liða. Lítið var um færi og það sem bar hæst voru hressilegar tæklingar beggja liða. Sá síðari hófst líkt og sá fyrri en eftir tæplega tuttugu mínútna leik skoraði Andrés Már Jóhannesson fyrir heimamenn. Ládeyðan hélt áfram þar til á lokamínútunum en þá skoraði Hilmar Árni Halldórsson tvö mörk, annað þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, og tryggði þrjú stig.Hvers vegna vann Stjarnan? Áðurnefndur Hilmar Árni Halldórsson sá til þess. Hilmar skoraði tvö góð mörk undir lokin og innsiglaði sigurinn þó fátt hafi bent í þá átt lungann úr leiknum. Erfitt yrði fyrir nokkurn mann að halda því fram að sigurinn hafi verið sanngjarn. Fylkismenn voru betri nær allan venjulega leiktíman. Undir lokin settu Stjörnumenn aukið púður í sóknarleikinn og náðu að lauma inn sigurmarki. Heimamenn áttu engu að síður færi í uppbótartíma til að gera stigin þrjú aftur að sínum en mistókst.Þessir stóðu upp úr Á ný hefst upptalningin á Hilmari Árna. Hann kláraði leikinn í lokin þrátt fyrir að lítið hafi sést til hans framan af. Sömu sögu er hægt að segja um stóra hluta Stjörnuliðsins. Flestir Fylkismennirnir stóðu sig afar vel og spiluðu vel sem heild. Garðar Jóhannsson hélt boltanum vel gegn sínum gömlu félögum og í kringum hann var Ragnar Bragi Sveinsson eins og ofvirk býfluga. Ferskleiki færðist einnig í sóknarleikinn eftir að Albert Brynjar kom inn á. Hægri vængur Fylkis var öflugur. Andrés Már og Andri Þór mynduðu gott teymi og voru Stjörnumenn heppnir að hafa ekki fengið á sig mark eftir rispu upp hægra megin.Hvað mátti betur fara? Ólafur Íshólm Ólafsson fær litla pillu hér. Fyrra mark Hilmars, það sem kom úr aukaspyrnunni, var í markmannshornið. Það leit í það minnsta þannig út að Ólafur hefði mátt gera betur þar. Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sjálfum sér líkur í leiknum. Hann byrjaði djúpur í einhvers konar 4-1-3-2 kerfi og fann sig engan vegin. Sendingar hans voru ónákvæmar og ítrekað þurftu liðsfélagar hans að koma honum til bjargar. Þá er vert að minnast á að Grétar Sigfinnur Sigurðsson virtist ekki á réttri bylgjulengd framan af. Síðan fékk hann höfuðhögg, aðhlynningu og nýja treyju og kom allt annar til leiks eftir það. Að endingu þá er hægt að minnast örsnöggt á dómgæslu Valdimars Pálssonar. Það er vandlifað að vera dómari. Ýmist flautarðu of lítið eða of mikið. Í kvöld leyfði Valdimar leiknum að fljóta en flautaði stundum á skrítna hluti. Síðan var aukaspyrnan, sem fyrra mark Stjörnunnar kom úr, nokkuð vafasöm.Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram að vera í bullandi toppséns. Tvö stig eru í Fimleikafélagið á toppi deildarinnar. Næstu leikir liðsins eru gegn Víkingi og Þrótti. Það er því alls ekki ólíklegt að liðið haldi sér í toppbaráttunni. Sér í lagi meðan það vinnur leiki sem spilast svona. Basl Fylkis heldur áfram. Það þarf engan Nostradamus til að reikna út að ef liðið heldur áfram að fá þessi úrslit þá mun það leika í Inkasso að ári. Spilamennska liðsins var hins vegar mjög góð í dag og haldi hún áfram gæti gæfan dottið í lið með þeim. Vörnin verður hins vegar að hætta að leka.Hermann: Takk dómari fyrir að eyðileggja leikinn „Dómarinn gaf þeim aukaspyrnu á silfurfati,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, brjálaður, gjörsamlega brjálaður, eftir leik Fylkis og Stjörnunnar. „Þetta var hörmung. Ákvörðunin eyðilagði alla vinnsluna fyrir okkur. Að taka þessa ákvörðun eyðilagði leikinn. Ja hérna. Takk fyrir það.“ Stjarnan skoraði sigurmark leiksins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hitt markið kom skömmu áður úr aukaspyrnu sem var ódýr. „Þetta brot var bara stöðubarátta. Þetta er eins og að gefa vítaspyrnu fyrir að fá boltann í andlitið,“ sagði Hermann. „Það hefur lítið rúllað með okkur og að fá svona, svona skítagjafir. Ég segi ekki meira.“ Fylkismenn eru enn í fallsæti eftir að hafa misst af stigunum þremur í kvöld. Fimm stig eru í KR í 10. sætinu en þeir eiga leik til góða. Hermann segir að hann muni styrkja liðið fyrir lokaleikina. „Það er hér um bil frágengið en ekki alveg,“ sagði hann. Hann vildi hins vegar bíða með að gefa upp nöfn þar til það er frágengið.Hilmar Árni í baráttu fyrr í sumar.Hilmar Árni: Ljótur leikur af okkar hálfu „Ég er sáttur með stigin þrjú en enginn okkar er sáttur með frammistöðuna,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson í leikslok. „Þetta var mjög ljótt en hafðist. Hilmar segir að sitt lið hafi einfaldlega ekki mætt í baráttuna í leiknum en það hafi Fylkismenn svo sannarlega gert. Fyrir leik hafði shann sagt að um hörkuleik yrði að ræða og það stóð heima. „Maður getur ekki verið lengi í þessum „bissness“ ef maður vorkennir andstæðingnum,“ svaraði hann aðspurður um hvort hann finndi til með Fylkismönnum. „Þeir voru góðir í dag en því miður þá er fótbolti ekki alltaf sanngjarn. Þetta var ljótur leikur af okkar hálfu en við náðum að klára þetta.“ „Menn tala oft um það sem einkenni góðra lið að klára leiki sem þennan. Vonandi er það þannig,“ sagði Hilmar kampakátur að lokum. Rúnar: Gríðarlega sætt „Mér fannst við ekkert lélegir en Fylkismenn voru betri,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Þeir sáu við okkar sóknum og okkar skipulagi. Þetta var mjög erfitt. En leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af.“ Hermann Hreiðarsson, mótþjálfari Rúnars í dag, var allt annað en sáttur með Valdimar Pálsson, dómara leiksins. Vestmanneyingurinn vildi meina að hann hefði fært Stjörnunni leikinn að gjöf. Rúnar vildi hins vegar meina að hann hefði dæmt illa á báða bóga. „Menn geta ekki alltaf átt góða leiki.“ Að mati Rúnars var vendipunkturinn þegar Stjarnan breytti leikskipulagi sínu. „Fylkismenn lágu mjög vel og þéttir til baka og við fundum varla smugu í gegnum vörnina hjá þeim. Það breyttist aðeins þegar við hentum Baldri og Eyjólfi fram og dældum boltum á þá. Þá sköpuðust aðstæður sem þeim leið ekki vel með.“ Rúnar var síðan sáttur með sigurmarkið á lokamínútunum. „Gríðarlega sætt. Góð tilfinning.“ Svo mörg voru þau orð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira