Annie Mist missti toppsætið eftir sjósundið | Sara synti hraðast af Íslendingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 16:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni. CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45