Keppt verður í 500 metra sjósundi klukkan 16 að íslenskum tíma í dag. Bein útsending verður frá keppninni á Facebook-síðu Crossfit Games og verður aðgengileg hér að neðan. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, keppa á sama tíma þannig að mikið verður um að vera í sjónum.
Annie Mist hefur 232 stig í efsta sæti og tveggja stiga forskot á Samönthu Briggs í 2. sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 5. sæti með 206 stig, Katrín Tanja Davíðsdóttir í 11. sæti með 168 stig og Þuríður Erla Helgadóttir með 128 stig í 22. sæti.
Í karlaflokki er Matthew Fraser efstur með 228 stig en Björgvin Karl í 7. sæti með 176 stig.
Uppfært kl. 17.30. Sjósundinu er lokið. Björgvin Karl var 17. í mark og er nú í fimmta sæti. Ragnheiður Sara var fjórða í mark og er nú í fjórða sæti. Annie Mist var 23. í mark og er nú í fimmta sæti. Katrín Tanja var 11. í mark og er nú í 10. sæti. Þuríður Erla Helgadóttir var 18. í mark og er nú í 18. sæti.