„Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.

Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála.
„Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.

Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“
Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“

„En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
