Sport

Katrín Tanja stóð sig best í fyrstu grein

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015.
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015. Vísir/GVA
Katrín Tanja Davíðsdóttir kom fjórða í mark í fyrstu grein heimsleikanna í Crossfit en keppt var í sjö kílómetra víðavangshlaupi í morgun. Um er að ræða fyrstu keppnisgrein af þrettán. Katrín kom í mark á 38 mínútum og 37 sekúndum en Samantha Briggs varð fyrst á 36 mínútum og níu sekúndum.

Fyrir árangur sinn hlaut Katrín Tanja 84 stig en Samantha fékk 100 fyrir efsta sætið. Þuríður Erla helgadóttir varð áttunda á fjörutíu mínútum og fjórum sekúndum. Hún fékk 68 stig. 

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð ellefta á 40 mínútum og 46 sekúndum og Annie Mist tólfta á 40 mínútum og 51 mínútu. Fengu þær 58 stig annars vegar og 56 stig hins vegar fyrir árangurinn.

Björgvin Karl Guðmundsson varð í sjöunda sæti í karlaflokki á tímanum 36 mínútum og 34 sekúndum. Fékk hann 72 stig fyrir árangurinn.  Framundan er keppni í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar fara stigvaxandi.

Upptöku frá víðavangshlaupinu má sjá hér að neðan.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×