Kína bannar prófanir á sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:53 Þétt bílaumferð í Kína. Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent