Matseljan eitrar fyrir sér María Elísabet Bragadóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 Þessi pistill er óður til formæðra minna sem hötuðu að elda en líka til þeirra sem höfðu yndi af því. Ömmu minni hefur þó alltaf leiðst það. Einu sinni gerði ég heiðarlega tilraun til að festa ömmu við metafóríska eldflaug og skjóta henni til nútíðar. Færði henni tilbúið sushi í plastbakka. Einnota prjónar og gervilegt wasabi-mauk. Amma renndi desertgaffli undir lítinn maki-bita og tuggði af kurteislegri óbeit. Of tortryggin til að hlaupa upp kapítalísk gálgaþrep, of elskuleg til að afþakka það. En öldum saman elduðu konur kvöldmat. Sumar íslenskar konur veltu ýsuflökum upp úr raspi óteljandi mánudaga í röð, af vísindalegri nákvæmni. Aðrar höfðu engan áhuga á matargerð, hnepptar í hversdagslega ánauð. Tróðu tilvistarlegum spurningum inn í þunglyndislega sveskjufyllt lambalæri sem bakaðist í logbrennandi ofni. Rjóðar hendur af heitu uppvaski sprautuðu grænsápu á diska. Svo sigtuðu þær hveiti fyrir hjónabandssælu. Til voru karlar sem gerðu sömu hluti en undir formerkjum ástríðu og fagmennsku. Arfleifð ofangreindrar fortíðar eru lúmsk hugrenningatengsl. Við eignum körlum ósjálfrátt sérfræðikunnáttu. Tengsl þeirra við fagmennsku og ástríðu eru ótvíræð og rista djúpt. Árið 2014 stóð kona í fyrsta sinn uppi sem sigurvegari fyrir Köku ársins. Það var nú mikið að konu tókst að baka góða köku, hvíslaði fólk. Kaffibarþjónar með Y-kynlitning virðast líklegri til að klífa metorðastigann þó flestir kaffibarþjónar séu konur. Við tengjum strit við konur en vit við karla. Það er varasamt að horfast ekki í augu við þessi tengsl og fyrirsláttur að tala um tilviljanir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Þessi pistill er óður til formæðra minna sem hötuðu að elda en líka til þeirra sem höfðu yndi af því. Ömmu minni hefur þó alltaf leiðst það. Einu sinni gerði ég heiðarlega tilraun til að festa ömmu við metafóríska eldflaug og skjóta henni til nútíðar. Færði henni tilbúið sushi í plastbakka. Einnota prjónar og gervilegt wasabi-mauk. Amma renndi desertgaffli undir lítinn maki-bita og tuggði af kurteislegri óbeit. Of tortryggin til að hlaupa upp kapítalísk gálgaþrep, of elskuleg til að afþakka það. En öldum saman elduðu konur kvöldmat. Sumar íslenskar konur veltu ýsuflökum upp úr raspi óteljandi mánudaga í röð, af vísindalegri nákvæmni. Aðrar höfðu engan áhuga á matargerð, hnepptar í hversdagslega ánauð. Tróðu tilvistarlegum spurningum inn í þunglyndislega sveskjufyllt lambalæri sem bakaðist í logbrennandi ofni. Rjóðar hendur af heitu uppvaski sprautuðu grænsápu á diska. Svo sigtuðu þær hveiti fyrir hjónabandssælu. Til voru karlar sem gerðu sömu hluti en undir formerkjum ástríðu og fagmennsku. Arfleifð ofangreindrar fortíðar eru lúmsk hugrenningatengsl. Við eignum körlum ósjálfrátt sérfræðikunnáttu. Tengsl þeirra við fagmennsku og ástríðu eru ótvíræð og rista djúpt. Árið 2014 stóð kona í fyrsta sinn uppi sem sigurvegari fyrir Köku ársins. Það var nú mikið að konu tókst að baka góða köku, hvíslaði fólk. Kaffibarþjónar með Y-kynlitning virðast líklegri til að klífa metorðastigann þó flestir kaffibarþjónar séu konur. Við tengjum strit við konur en vit við karla. Það er varasamt að horfast ekki í augu við þessi tengsl og fyrirsláttur að tala um tilviljanir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun