Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 17:32 Hér sést Pétur í hlutverki dómara á Mýrarboltanum árið 2012. mynd/mýrarboltinn og vísir/vilhelm „Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér. Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér.
Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent